Krónan - Salathúsið - leigufélagið Alma

Ég varð fyrir því óláni í síðustu viku að borða salat upp úr dós merktri Salathúsinu. Ég tók ekki eftir því fyrr en ég var að ganga frá eftir kaffið. Ég hefði ekki borðað salat frá þessu fyrirtæki ef ég hefði áttað mig í tíma.

Varan var pöntuð sem salat frá Krónunni sem hefur auðvitað ekki tekið vöruna úr sölu. Grein í Heimildinni rekur langt aftur í tímann hvað þessir stórgrósserar í félaginu Mata (Mötu?), leigufélaginu Ölmu (Alma?), víla ekki fyrir sér að okra á smælingjunum. Þetta ofmæjónesaða salat er á svipuðu verði og önnur slík salöt í búðunum en er bara liður í því að hlaða undir veldi þessa fólks sem skammast sín ekki einu sinni þótt komist upp um ... nú má ég líklega ekki segja glæpsamlega hegðun því að þá gæti lesandi kært mig þannig að ég segi að hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins gagnvart fólki sem á ekki eins mikið undir sér sé ámælisverð og ósiðleg.

Skammist ykkar.

Og ef ég sé dollur frá þessu fyrirtæki aftur mun ég ekki gleyma að horfa og tala um það við viðstadda. Djöfull er ég svekkt út í mig fyrir að taka ekki eftir því strax. Og sannið til, þið eruð fleiri sem hafið ekki áttað ykkur.


Bloggfærslur 29. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband