Atburðir við sænskt vatn

Þvílíka spennuserían sem Händelser vid vatten er. Ég gat ekki horft nógu hratt. Svo skilst mér að bók sé til með sama nafni en mér finnst lýsingin ekki passa við söguþráð þáttanna. Lýsingunni á henni hjá Hljóðbókasafninu svipar meira til þáttanna eins og ég upplifði þá. 

Hvað sem því líður eru þættirnir sem RÚV hefur verið að sýna og eru í spilaranum um unga kennslukonu sem flytur norður í rassgat með sjö ára dóttur sína til að elta skyndiást sem kviknaði á námskeiði í Stokkhólmi. Og það átti aldeilis eftir að hafa afleiðingar fyrir Annie og Miu.

Sagan sem er sögð er vissulega samfélags(gagn)rýni en miklu meira átakasaga einstaklinga, þroskasaga þeirra á 18 árum og svo auðvitað morðgáta. Einangrunin í samfélaginu er eiginlega ávísun á vandræði ... en ég ætla að ljóstra því upp að fálkinn - verðmæti fuglinn - er mikill áhrifavaldur ...

Kerstin Ekman skrifaði bókina 1993 þannig að hún var ekkert að ímynda sér samfélagið án nettengingar og farsíma. Allar boðleiðir voru seinfarnar og þarna norður í rassgatarófu voru sumir akvegir hálfgerðir göngustígar. Ég fæ hroll við tilhugsunina sem ég sit hér í sólríka sófanum mínum. Ég myndi ekki endast viku í fríi á svona stað, a.m.k. ekki ef ég hefði á tilfinningunni að allir væru að fela eitthvað. 


Bloggfærslur 20. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband