Mánudagur, 26. júní 2023
Stríðið í Írak
Ég horfði á magnaða breska bíómynd á RÚV um helgina. Ég vissi ekkert um hana (frá 2019) og ég vissi svo sem heldur ekkert um söguna sem er víst í aðalatriðum sönn. Ég man hins vegar þegar Ísland var sett á lista yfir staðfastar stuðningsþjóðir við stríðið í Írak 2003 sem tveir lítt vitrir menn höfðu allt frumkvæði að á Íslandi.
Stríðið var ólögmætt og illa að því staðið á alla enda og kanta og við megum skammast okkar fyrir það, en ekki hún Katharine Gun sem steig fram fyrir skjöldu til að reyna að hafa áhrif.
Mæli mikið með þessari mynd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)