Vann Facebook til baka

Fyrir tæpum mánuði tapaði ég Facebook-aðganginum til hakkara. Ég stofnaði strax nýja síðu vegna þess að mér finnst ómögulegt að hafa ekki aðgang að hópum og alls kyns upplýsingum í gegnum þennan miðil en reyndi alltaf annað slagið að koma Facebook í skilning um að ég væri ég til að fá aðganginn minn til baka. Það tókst loks í gær, tæpum mánuði síðar. Ég á eftir að fara í gegnum hann en sé þó að í gegnum aðganginn minn hefur hakkarinn sent yfir hundrað manns beiðni um þátttöku í SMS-leik. Sem betur fer vöruðu sig flestir en hér með brýni ég mögulega lesendur enn meira í því að þótt sendandinn virðist traustur vinur er sjálfsagt að biðja fólk um að staðfesta að það sé það sem það segist vera. Gervigreindin þróast svo hratt núna og þýðingar eru sumar vandræðalega sannfærandi.


Bloggfærslur 10. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband