Þriðjudagur, 15. ágúst 2023
Tannhreinsun
Tannlæknirinn minn hefur oft skammað mig fyrir tannsteininn sem myndast í munninum á mér. Í gær var hann alveg bit á því hvað það var lítill tannsteinn þrátt fyrir að ég hafi ekki komið til hans í ár. Ég sagði: Tannþráður. En ykkur að segja er það ekki satt, eina breytingin sem ég hef gert er að eftir að ég bursta tennurnar skola ég ekki góminn heldur læt tannkremið vera í munninum. En það var ekki ráð frá tannlækninum mínum, sem er samt vænsti maður, heldur ráð sem ég heyrði annan tannlækni gefa í útvarpinu.
Mér fannst bara rétt að þið vissuð þetta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)