Þriðjudagur, 29. ágúst 2023
Íþróttadalurinn
Ég fer flestra minna ferða, a.m.k. á stórhöfuðborgarsvæðinu, á hjóli og undrast nánast daglega að ekki skuli almennilega gert ráð fyrir að fólk hjóli og erindist. Hjól er fararskjóti, ekki bara afþreying.
Ég hef oft hjólað í Laugardalnum en í dag hjólaði ég framhjá höllinni og sá þá að aðstæður fyrir hjólandi eru afleitar. Það eru hraðahindranir með hvössum köntum og grunsamlega víða eru engir fláar ofan af gangstéttum, bara kantar.
Og samt tala bílaunnendur eins og alltaf sé verið að hlaða undir okkur, hjólafólkið, og vilja helst margfaldar akreinar til að anna allri umferð á öllum annatímum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)