Fimmtudagur, 3. ágúst 2023
Landmannalaugar
Ég sá í fréttum í gærkvöldi umræðu um að ferðamönnum í Landmannalaugum finnist of margir ferðamenn í Landmannalaugum.
Það minnir mig svolítið á alla bílstjórana sem sitja einir í bílunum sínum og þumlungast eftir Miklubrautinni á leið í austurhverfi borgarinnar í lok vinnudags. Þeim finnst of margir bílar og of fáar akreinar.
Þarf þá ekki að stýra umferð ferðamanna í Landmannalaugar? Geta Landmannalaugar ekki bara selst upp?
Mér fannst fréttamaðurinn ekki standa sig í að spyrja viðmælanda sinn, Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessor í ferðamálafræði, spurninga. Við höfum vitað í a.m.k. 20 ár að Landmannalaugar eru eftirsótt náttúruparadís. Hvað á að GERA með þessa þekkingu? Er kannski einhver annar bærari til að svara þeirri spurningu en rannsakandinn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)