Sunnudagur, 17. september 2023
Bakgarðshlaupararnir
Ég er hlynnt RÚV og bæði hlusta og horfi á línulega dagskrá, en almáttugur hvað Vísir stendur sig MIKLU betur í upplýsingagjöf þegar um er að ræða atburði sem ég hef áhuga á að fylgjast með. Ég er búin að fylgjast með bakgarðshlaupurunum með öðru auganu síðan í gær. Vísir er með beina útsendingu í mynd og stöðugar textalýsingar sem auðvelda áhugasömum að glöggva sig á stöðunni. Svo er náttúrlega tímataka með tölulegar upplýsingar.
Það er íþrótt að hlaupa þótt enginn bolti sé fyrir framan fæturna en á íþróttasíðu RÚV er ekki að finna stakt orð um þennan viðburð og verður væntanlega ekki fyrr en einn hlaupari stendur uppi sem sigurvegari. Og nú eru bara tvær konur eftir í keppninni (og enginn karl). Ótrúlegt spennustig í gangi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)