Mánudagur, 25. september 2023
Kostnaður við réttarfar
Í fréttayfirlitinu heyrðist rétt í þessu setningin: Dómstjóri segir kostnaðinn hlaupa á milljónum.
Þá er bara verið að tala um þinghaldið sjálft, það að koma upp dómsal í Gullhömrum. Þetta er fórnarkostnaðurinn við að vera með réttarríki þar sem sakborningar eru leiddir fyrir dómara, 25 í þessu tiltekna máli sem er auðvitað fáheyrður fjöldi.
Nú þætti mér gaman að vita hvort háværu raddirnar sem gagnrýndu hvalveiðimótmælendurna vegna kostnaðar við lögreglu sem fór þrisvar upp í mastrið til þeirra eru líka þeirrar skoðunar að fella eigi kostnaðinn við málið á sakborningana 25.
Launþegar borga skatta og þeim er varið í alls konar, þ.m.t. löggæslu og réttarfar. Við viljum sjálfsagt öll að peningunum sé vel varið en sumt kostar einfaldlega ef við viljum vera siðað ríki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)