Þétting byggðar

Ég er hlynnt þéttingu byggðar en ef helmingurinn af því sem maður heyrir um þessa vöruhússbyggingu í Breiðholtinu er sannur yrði ég sturluð þarna. Ég myndi ganga af göflunum og væri reyndar löngu búin að því.

Ég heyrði viðtal við Dóru Björt Pírata í útvarpinu í vikunni og hún var alveg miður sín.

En hver er sannleikurinn í málinu? Stóð þetta alltaf til? Kostuðu íbúðirnar lítið í ljósi þess að þær yrðu hvorki fugl né fiskur? Ég á bágt með að trúa að fólk hafi ekki séð þetta í farvatninu. Ef ég hefði keypt íbúð þarna í góðri trú myndi ég heimta að ábyrgur aðili keypti íbúðina af mér á markaðsverði.


Bloggfærslur 13. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband