Vottur af flóði

Ég var það óheppin í vetur að rétt eftir að ég lét pússa parketið lak snjór af hjólinu í forstofunni undir þröskuldinn (sem hafði þá aðeins losnað frá) og skemmdi nokkrar lamellur sem eru spýturnar (ég er nýbúin að læra þetta fræðiheiti, hoho). Ég fékk smið til að laga þröskuldinn og hélt að svo mætti slípa lamellurnar aftur. Nei, það gekk ekki, þær fóru að vinda upp á sig og kvarnast úr þeim. Í gær kom smiðurinn aftur og sleit ónýtu lamellurnar upp og þegar hann ætlaði að sníða til nýjar og leggja þær reyndist aðeins of mikill raki enn á því sem er næst þröskuldinum.

Skítaredding er þessi motta sem átti að vera alveg í felulitunum. Er þetta ekki bara nokkuð smart? 

tongue-out

Engin mottaMotta


Bloggfærslur 16. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband