Sifan Hassan (31)

Ég fylgdist í gær með maraþoni karla á Ólympíuleikunum í beinni útsendingu á RÚV2 og núna áðan með maraþoni kvenna. Bæði hlaupin voru spennandi í tvo klukkutíma en sigurvegarinn áðan vann á nýju Ólympíumeti eftir að hafa unnið brons í tveimur öðrum hlaupum á leikunum. Geggjaður árangur og ekki spillti lýsing Elvars og Arnars.

Hvað segja RÚV og Vísir um keppnina og úrslitin? Ekki orð. Á sérstakri íþróttasíðu RÚV um leikana er eins og breikdans sé aðalatriðið. Það er mikil stemning með hlaupi í kringum mig og ég skil ekki af hverju svona keppnisgrein er ekki gert hærra undir höfði.

Ég þurfti að fletta upp á Guardian til að sjá lýsingu og niðurstöðu.


Bloggfærslur 11. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband