Högni eftir Auði Jónsdóttur

Vá. 

Stundum hegðar maður sér heimskulega af því að manni líður illa, maður er vantrúaður á eigin gæði og maður er í vörn.

Ég var að klára Högna og finnst mikið til koma. Bókin greip mig á fyrstu síðu. Högni er klár intróvert sem skilur ekki af hverju fólk hefur ekki áhyggjur af hnatthlýnun, skilur ekki áhuga kvenna á sér, sem er fráhrindandi, hatar klíkuskap en veit svo ekki hvort hann er kannski gerandi þegar upp er staðið.

Framan af sjáum við bara Högna samtímans, mann sem telur sig vilja vel en okkur sýnist vaða yfir fólk, en þegar líður á flettist ofan af fortíðinni og maður skilur í öllu falli af hverju hann er ekki hændur að mömmu sinni ...

En, elsku Bjartur, af hverju var bókin ekki betur prófarkalesin? Textavinna er samvinna og ég á ekki að þurfa að sjá *næturna og *skildi (maður vita) í útgefinni bók. 


Bloggfærslur 15. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband