Hlaupa til styrktar ...

Ég er skokkari og hef lengi verið í skokkhópi. Ég þekki marga ástríðuhlaupara sem hlaupa fyrir ánægjuna og heilsunnar vegna.

Eftir viku er Reykjavíkurmaraþonið og nú dynur enn á okkur umræðan um að fólk sé að hlaupa til styrktar einhverjum.

Ég spyr: Þetta fólk sem hleypur til styrktar einhverjum, af hverju styrkir það ekki félögin bara sjálft með peningagreiðslum?

Og, já, ég má segja þetta vegna þess að ég gerði þetta þegar ég hljóp heila maraþonið mitt 2018. Þá bað ég um tillögur frá fólki og lagði svo 42.200 kr. inn á nokkur félög.

Þau sem hlaupa til styrktar einhverjum ætlast til að aðrir leggi fram fé. Og ef maður vildi styrkja alla sem kalla eftir því væri aurinn fljótur að fara. Fólk sem skokkar, hleypur eða vinnur 10 km hlaup gerir það fyrir sjálft sig.

Ég er í góðu jafnvægi og í miklu stuði en hef þessa skoðun á þessu málefni.


Bloggfærslur 16. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband