Claire Keegan

Nú er ég búin að lesa tvær bækur eftir hinn rómaða írska höfund sem m.a. fékk mikið uppklapp í Kiljunni í fyrra. Þær voru svo leiðinlegar og fyrirsjáanlegar og óáhugaverðar að ég þurfti að pína mig til að klára þær þó að þær voru hvor um sig bara um 100 síður.

Ef ég væri að skrifa um þær fyrir eitthvert blað eða tímarit myndi ég rökstyðja þessa skoðun en nú læt ég duga að segja að það er ekkert lögmál að við séum öll hrifin af sömu bókunum. Hún Ingibjörg Iða í Kiljunni sem geislar af áhuga, lestrargleði og mildi hefur bara annan smekk en ég. Ég hrífst oft af hennar hrifningu en það dugir ekki til. Mig minnir að hún hafi líka verið hrifin af DJ Bamba sem mér finnst búa yfir áhugaverðum söguþræði en stíllinn svæfði mig trekk í trekk.

Vandinn er samt væntingastjórnun. Nú fer ég að vara mig ...


Bloggfærslur 18. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband