Urðarhvarf eftir Hildi Knúts

Maður skyldi greinilega fara varlega - eða sparlega - í að gleypa heilt höfundarverk þótt fyrstu bækur höfundar sem maður les höfði til manns. Nú las ég Urðarhvarf og var bara ekki hrifin. Úr viðtalinu við Hildi sjálfa fannst mér þessi setning samt áhugaverð:

Ef kettir eru ekki ánægðir heima hjá þér bara flytja þeir annað.

Sjálfboðaliðinn Eik í Urðarhvarfi er heltekin af villiköttum, útigangsköttum, sjálfstæðum köttum og hringir sig inn veika í vinnu til að sitja í bíl og fylgjast með búrum sem í er túnfiskur sem á að laða ketti inn úr kuldanum. Í skáldsögum er auðvitað oft skrýtið og öðruvísi fólk - hver væri annars sagan? - en mér finnst sagan samt hanga á of miklum bláþræði.

Nú hvíli ég Hildi í nokkrar vikur.


Bloggfærslur 27. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband