Ljósvíkingar

Þessi mynd! Alltaf varhugavert að kynda undir miklum væntingum en ég er yfir mig hrifin af Ljósvíkingum, söguþræðinum, framvindunni, leiknum, umhverfinu, endinum.

Hver er þessi Snævar Sölvason?

Ég þekkti Björn Jörund, Vigdísi, Ólafíu Hrönn, Helga fokking Björns, Pálma, Gunnar Jónsson og  Hjálmar hvítvínskonuna. En ég þekkti ekki Örnu Magneu Danks. Þvílíka stjarnan!

Bónus var auðvitað að myndin var augljóslega tekin þar sem ég rúntaði um í viku í sumar, á Ísafirði og í Hnífsdal.

Ég vil ekki spilla fyrir öðrum áhorfendum en ég hló og grét og salurinn, samt bara hálffullur, marghló svo undir tók í fjöllunum.

Ég hef ekki orðið svona hrifin í bíó eins langt aftur og ég man.

 


Bloggfærslur 29. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband