Framkvæmdastjóri SA

Skiljanlega þarf framkvæmdastjóri SA að vera með góð laun en eins gott að hún leiði ekki launaþróun í landinu vegna þess að þá myndum við öll hækka um 600% í launum. Og við vitum að hún er að lágmarki sex manna maki þegar kemur að afköstum og gæðum, viðmóti og launaþokka.

Ég myndi glöð lækka um 10-20% í launum svo hún hefði efni á að skipta um föt í hádeginu líka og henda alklæðnaðinum sem hún er í á morgnana.

Og við vitum að B.Sc. í rekstrarfræðum, með áherslu á markaðsfræði, frá Háskólanum á Akureyri hefur ekki verið ókeypis þannig að væntanlega er hún drekkhlaðin námslánaskuldum. Hún hefur varla getað greitt almennilega inn á höfuðstólinn af sínum 2,3 milljónum útborguðum á mánuði. Þvílík lúsarlaun hjá aumingja framkvæmdastjóranum enda er auðveldlega innstæða fyrir þessum aurum í samfélaginu.

Ég finn svo til með henni að ég vaknaði kl. 6 í morgun í kvíðakasti.

--- 

Tek fram að ég er ekki kennari en stend með kennurum, en samt ekki lötu kennurunum ...


Bloggfærslur 26. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband