Barnamálaráðherra

Ásthildur Lóa gerði vel í að segja af sér ráðherraembætti, annars hefði enginn friður orðið um góð störf nokkurs í ríkisstjórninni, en ég vil segja þetta:

Árið 1990 urðu börn fyrr fullorðin, að lögum. Því miður finn ég ekki barnalög sem kveða á um aldurinn og ég man hann ekki, en það er klárt að börn hættu fyrr að vera skilgreind börn fyrir þessum áratugum.

Þess eru fjölmörg dæmi að 15-16 ára stelpur voru með 20-25 ára strákum og eignuðust með þeim börn. Það er sjaldgæfara að stelpan sé eldri. 

Þegar ég var einu sinni fararstjóri í sumarbúðum barna, árið var víst 1992, var þar 15 ára fullorðinslegur strákur sem dró einn fararstjórann, finnska konu, á tálar. Við vorum vissulega mjög bit á henni. 

En þessi fyrirsögn Heimildarinnar er fyrir neðan allar hellur:

Barnamálaráðherra eignaðist barn með barnungum pilti

Enginn lesandi sem ekki hefur séð eitthvað á undan lætur sér detta annað í hug en að núverandi barnamálaráðherra hafi NÚNA eignast þetta barn. Barnamálaráðherra eignaðist auðvitað ekki barn sem barnamálaráðherra.

Vísir er skömminni skárri:

Barna­málaráðherra eignaðist barn með tánings­pilti þegar hún var 22 ára

Þessi fréttaflutningur gerir samt í því að kasta skömm á viðfangsefnið frekar en að upplýsa lesendur um sannleikann. Og ég get alveg játað það að ég ætla ekki að sitja í neinum fílabeinsturni og benda fingri á ráðherrann fyrrverandi. 


Bloggfærslur 20. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband