Cliffhanger - Á ystu nöf

Mig langaði að horfa á eitthvert léttmeti um helgina og fann bíómynd í spilara RÚV, klassíska *hóst* mynd með Sylvester Stallone. Eins og í Ófærð voru aðalpersónurnar húfulaus og í frárenndum úlpum í brjáluðu veðri og til viðbótar príluðu björgunarsveitarmennirnir upp lóðrétan hamarinn á hnúunum einum saman, komust á tindinn á nokkrum mínútum, þurftu ekkert að nærast, löguðust af hnjáskeljabroti á augabragði, fundu peningatöskur og götuðu þær með augnaráðinu. Ég gleymi sjálfsagt einhverjum afgerandi hæfileikum allra sem áttu hlut að máli.

Í stuttu máli: Stórskemmtileg mynd.

Að öðru leyti vil ég segja að dagskrá RÚV er svo frámunalega léleg, sérstaklega línulega dagskráin, að iðulega er ekkert annað í boði en endursýnd dagskrá og vandræðalega oft bæði myndir og þættir sem hafa verið svo nýlega á dagskrá að það sést á milli í dagatalinu. Horfa ekki allir á sjónvarp í gegnum netið nú orðið? Af hverju er þá ekki látið duga að hafa áhorfsefnið aðgengilegt en bjóða upp á aðeins meira af nýju efni? Þetta á auðvitað ekki við um myndir með Sylvester Stallone sem aldrei er nóg af ... foot-in-mouth


Bloggfærslur 25. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband