Þingmenn eru þingmönnum verst

Algjörlega óháð uppistandinu og gríninu sem ég fylgist samviskusamlega með á Alþingisrásinni er ég á því að þingmenn geti sjálfum sér um kennt þegar fólk segist lítið mark geta tekið á þeim. Þau tala:

a) eins og starfið snúist um að þau komist í sumarfrí, jólafrí, páskafrí - eða heim! eins og þingmenn séu hlekkjuð við vinnustaðinn allan sólarhinginn á vinnutíma. Það er löngu tímabært að einblína á verkefnin en ekki klukkan hvað þeim lýkur.

b) eins og þau séu ekki í vinnunni nema í þingsal. Allt sanngjarnt fólk áttar sig á að þingstörfin felast ekki í ræðuhöldunum, aftur burt séð frá málþófinu. Ræðurnar eiga að kjarna þær skoðanir sem einstaklingar eða eftir atvikum flokksheildirnar hafa. Megnið af vinnunni á sér stað hjá frumvarpshöfundum og svo í nefndavinnunni.

Og þetta á ekki við um þennan meiri hluta og þennan minni hluta sem eru núna á Alþingi.

Að lokum óska ég þess að þingmál megi lifa á milli þinga. Ef því hefði verið breytt einhvern tímann væri hægt að kæfa þennan málþófseld núna og endurvekja hann um miðjan september. Ef málið verður hins vegar ekki afgreitt fyrir annan þriðjudag í september þarf að mæla fyrir því að nýju, hvernig sem því yrði breytt og jafnvel þó að ekki staf yrði breytt, og þá gæti hringekjan farið aftur af stað.

Nördinn í mér hefur gaman af þessum fíflagangi en vitsmunirnir í mér hrópa að nú verði að fara að sinna brýnum hagsmunum alls almennings og þá er ég ekki að tala um sumarfrí þingmanna.


Bloggfærslur 4. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband