Reykjavíkurmaraþonið

Ég tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 1984-2018. Ég segi þetta í skýrri þátíð vegna þess að ég ákvað fyrir margt löngu að hætta að taka þátt. Mig minnti reyndar að ég hefði hlaupið 2019 en ég finn mig ekki í úrslitunum það ár.

Þetta var stórkostlega gaman þangað til ég tók þátt í heilu maraþoni 2018. Hlaupið þá var í sjálfu sér alveg skemmtilegt, fyrirtaksfínt hlaupaveður og ég hafði minn eigin héra sem hjólaði með mér nokkra spretti. Svo var ég búin að stefna fólki á vissa staði til að hvetja mig en ég vissi sem var að á löngum köflum var engin hvatning og ég vissi náttúrlega líka að ég yrði lengi á leiðinni.

En það sem mig grunaði ekki var að ég þegar ég kom í mark eftir fimm klukkutíma voru starfsmenn búnir með úthaldið. Ég fékk með naumindum álteppi eins og allir maraþonhlauparar fá og drykkurinn sem ég fékk var útþynntur. Mjög leiðinlegur endir og sýndi mér RM í öðru ljósi. Ég minni einnig á að það var árið sem brautarvörður færði slá til að hleypa einhverju(m) í gegn áður en hlaupið hófst og færði hana svo til baka á rangan stað þannig að við hlupum öll 300 metrum styttra en við áttum að gera og fengum ekki gilda mælingu.

Ég þekki marga hlaupara og hef farið að hvetja hér og þar. Eftir fíaskóið í gær, sem var fyrirséð, er ég að hugsa um að segja alveg skilið við RM. Með 40 ára reynslu í farteskinu gengur mótshöldurum bara verr. Og til að bíta höfuðið af skömminni er þátttökugjaldið orðið fáránlega hátt og farið að rukka töskugjald!

Fruss.

Ég skrifa græðgina á Íslandsbanka.


Bloggfærslur 24. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband