Icelandair á fjósbitanum

Ég er búin að heyra fólk lýsa því í útvarpinu hvernig flugmiðaverð flaug upp eftir brotlendingu Play sem var tilkynnt um í morgun. Ég heyrði líka forstjóra Icelandair lýsa kviku flugmiðaverði, að síðustu sætin í vélunum hverju sinni væru dýrari. Mér ofbýður og mér blöskrar. Samkeppnisstaða Icelandair er og var og verður í engu samhengi við önnur flugfélög sem reyna að hasla sér hérna völl af því að ríkið hleypur alltaf undir bagga með félaginu og svo var Bogi valinn viðskiptamanneskja ársins 2024, maður sem sýnir ekkert annað viðskiptavit en að væla út styrki hjá skattgreiðendum. Icelandair er eins og púkinn á fjósfitanum sem fitnar, já, þið munið, af bölvi og ragni.

Einn gamall og gróinn vinur minn hefur ekki legið á liði sínu undanfarið við að tala Play niður og í dag fylltist Facebook-síðan hans af ummælum þar sem hann var spurður um hvað hann ætlaði að tala á næstunni.

Ég er hryllilega leið yfir þessum ótíðindum en er sjálf svo lánsöm að eiga hvorki rekstrarfé í Play né flugmiða með Play. En ég greiði skatta og var einmitt að skoða launaseðilinn minn. Það munar um mig.


Bloggfærslur 29. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband