Mánudagur, 11. janúar 2010
Án viðvörunar - núna, takk
Hekla gaus síðast fyrir tæpum 10 árum. Ég get ekki þóst og giskað og getið í eyðurnar, þetta er allt skjalfest og munað af viðstöddum. Það var laugardaginn 26. febrúar 2000. Enginn var í fjallinu. Fræðingar höfðu pata af gosinu 20 mínútum áður en Hekla lét til skarar skríða. Grunurinn rataði í fréttatíma RÚV og í fyrsta sinn í sögunni vissi fólk af fyrirætlun eldfjallsins fyrirfram.
Þar á undan gaus Hekla 1991, þar á undan 1980-1 og þar á undan 1970. Eðlilega finnst mönnum eðlilegt að gera kröfu um gos á næstu vikum. Alltaf læt ég ferðamennina mína vita af þessum möguleika - þótt ég lofi engu.
Ég held að margir myndu fagna þeirri kúvendingu í umræðunni sem Heklugos byði upp á. Ekki síst útlendinganna vegna. Af Hollendingum er það annars að frétta að ég talaði við einn af þeirri tegund um helgina. Ég sagði: Úps, hatarðu okkur ekki? Og hann sagði: Nei, hatið þið okkur ekki?
Tómar ranghugmyndir.
Svo fór bara vel á með okkur.
Aukaspurning: Hvað verður um HR-húsið í Ofanleiti þegar öll starfsemin flyst í Hlíðarfót á árinu?
Athugasemdir
Man vel þegar við fórum "langleiðina" að Helkurótum 91!
Erla (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 21:07
Við, sem sagt þið? Ég lét nefnilega undir höfuð leggjast að hundskast á söguslóðir, grrr.
Berglind Steinsdóttir, 11.1.2010 kl. 21:36
Pólskur félagi minn mundi jafnvel stökkva úr vinnunni (án þess að biðja (mig) um leyfi) og austur fyrir fjall ef Hekla færi að gjósa, hann langar svo að sjá með berum. Hann flytur kannski af landi brott í sumar og hann lætur sig dreyma um að Hekla gjósi áður en það verður. Ég bið því ekki um meira en að hún gjósi fyrir sumarið... svona fyrir hann.
Á (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:44
Heklugos er auðvitað flottara í passlega miklu myrkri.
Veit ekki svarið við aukaspurningunni en er búin að heimsækja nýja húsið.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:56
Við getum sem sagt sæst á 23. janúar? Um kvöldmatarleyti?
Ég veit ekki heldur hvað verður um Ofanleitishúsið en geri fastlega ráð fyrir að þú hafir átt skólalegt erindi í Hlíðarfót og ekki verið að hnýsast. Ég get bara hnýst(!) því að ég er skráð í HÍ (að vanda).
Berglind Steinsdóttir, 12.1.2010 kl. 18:30
Ofenleitishúsið er í notkun áfram, en Höfðabakkinn og hluti Moggans hefur verið rýmdur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:14
Berglind mín - man ekki betur en að það hafi bara verið við tvær sem fórum í sætaferð frá BSÍ og ætluðum að sjá gosið life, en urðum frá að hverfa vegna ófærðar. Þurftum að láta okkur nægja að sjá gosið í fjarska!
Erla (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 07:41
Ég held að þig hljóti að misminna, ég held að ég muni nefnilega að ég hafi verið á næturvakt á hótelinu.
Berglind Steinsdóttir, 17.1.2010 kl. 09:54
Hummmmmm.....
Erla (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:14
Ég sver að ég man ekki eftir þessari fýluferð.
Berglind Steinsdóttir, 17.1.2010 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.