Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Næstu dyr við Ísland ...
Ússj, þvílíkt skrípi, þessi fyrirsögn. En skv. Ferðamálastofu vitjuðu okkar 48.153 fleiri ferðamenn í fyrra (og sumir fóru til næstu dyra við Ísland, Grænlands). Við stefnum óðfluga í hálfa milljón, og einhverjir hafa talað um milljón árið 2015. En er það svo gott?
Ég held að við ættum ekki að reyna að fjölga ferðamönnum í óðagoti - inni í tölunni 422.280 eru vel að merkja ekki farþegar af skemmtiferðaskipunum, um 55.000 á síðasta ári - reyna kannski frekar að fá meiri dreifingu, nýta betur kostinn sem við höfum, t.d. í gistingu, og hafa ferðalangana lengur.
Það verður alveg dásamlegt þegar virðisaukaskatturinn lækkar á mat og gistingu og gestir Íslands fá ekki lengur hland fyrir hjartað þegar þeir eiga að borga fyrir sig. Hvatahópunum fjölgar kannski - einmitt á jaðartímum - og verða alveg syngjandi kátir allan tímann.
Þetta er sko framtíðarsýn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.