Fasteignaverð

Já já, það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um fasteignaverð en Stöð tvö var rétt í þessu að fjalla um leiguverð fasteigna. Það er náttúrlega skandall hvað fasteignaverð hækkaði skart á skömmum tíma - sem auðvitað kemur fram í leiguverði - en mér finnst að kaupendur eigi líka að vera svolítið þrjóskir. Kannski á mér eftir að hefnast fyrir þrjóskuna mína en ég gerði tilboð í tvær íbúðir í fyrra og ekki gekk saman með okkur. Nú, hálfu ári síðar eru þær báðar enn til sölu og hafa verið nýskráðar nokkrum sinnum. Önnur hefur verið lækkuð niður í það verð sem ég bauð.

Svo veit ég um seljendur sem fengu langtum hærra en þeir reiknuðu með af því að fasteignasalarnir verðlögðu eignirnar og agiteruðu fyrir sölunni. Þegar söluþóknunin er hlutfall af söluverði fá þeir náttúrlega meira ... en ég myndi aldrei fara að gera þeim upp neina græðgi.

Fasteignaverð hefur snarhækkað í mörgum evrópskum borgum á undanförnum árum en mér er til efs að það hafi gerst eins afgerandi og hér - enda innkoma bankanna á fasteignamarkaðinn á haustmánuðum 2004 algjört óráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband