Föstudagur, 15. janúar 2010
Það er dýrara að leggja saman 1.000.000 og 1.000.000 en 100 og 100
Eða hvað á maður að halda þegar maður les um ýtrustu kröfur lögmannsstofu?
Um er að ræða hálft prósent af heildarskuldinni en síðasta fylgiskjalið í kröfu Seðlabankans var einmitt gjaldskrá Lex, þar sem hin háa þóknun var rökstudd.
Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður á Lex, segir að í þóknunni séu gerðar ítrustu kröfur. Upphæð þóknunarinnar sé miðuð við gjaldskrá og raunar sé upphæðin aðeins um tólf prósent af því sem hún gæti verið samkvæmt gjaldskrá sé að ræða jafn háan höfuðstól þurfi að reikna verð niður. Semsagt, stofan gæti innheimt átta milljarða. Helgi bendir jafnframt á að ekki sé búist við því að nema brot af upphæðin fáist innheimt og líklegt að þóknunin verði lægri á endanum.
Rétt að taka fram að ég valdi appelsínugula litinn til að brennimerkja skilaboðin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.