Sunnudagur, 17. janúar 2010
Íþróttaáhugaleysi íþróttafréttamanna
Sjálf er ég mjög þjökuð af áhugaleysi um íþróttir og get aðeins fylgst með af hálfum áhuga ef félagsskapurinn er réttur. Það kemur þó ekki að sök, enginn gerir sig líklegan til að borga mér fyrir að flytja fréttir af íþróttum, hvorki einum saman né í smærri hópum ... Einu íþróttirnar sem ég stunda af sæmilegu kappi eru bringusund, skriðsund og malbiksgöngur.
Gísli málbein er hins vegar mikill hlaupagarpur og mér sýnist hann hafa áhuga á að fylgjast með fréttum af þeim íþróttum, en meintir og launaðir íþróttafréttamenn hvorki segja frá hlaupaíþróttum og öðrum vinsælum íþróttagreinum né virðast þeir líta svo til að afburðamenn í ýmsum íþróttagreinum komi til greina sem íþróttamaður ársins.
Venjulega hefði ég bara lesið þetta og kinkað kolli en yfir kvöldfréttunum gerði ég meira - ég vaktaði í báðum fréttatímunum hvort eitthvað kæmi um Reykjavíkurleikana sem m.a. torvelduðu umferð mína í Laugardalslauginni (allt fyrirgefið) - og heyrði hvorki hósta né stunu.
Er það spurning um iðkendafjölda?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.