Hekla er enn ógosin

Fyrir vikið þarf ég að spá upp á nýtt. Seint á síðasta ári spáði ég að Heklugos yrði í gær - en þá vissi ég ekki að Danir myndu tapa STÓRT fyrir Íslendingum í handbolta og að prófkjör skækju fréttatímana. Reyndar er Hekla vön samkeppni. Á föstudaginn heyrði ég þessa sögu að vestan:

Maður kom á bæ 18. janúar 1991 og sagði: Það voru aldeilis tíðindin í gær, Hekla gaus, menn fóru í hár saman þarna suður frá og Ólafur Noregskonunugur lést, en steininn tók þó úr þegar hundarnir á Bjólfsstöðum* ruku saman.

Hundunum hafði alltaf lynt.

Ég er enn þeirrar trúar að Hekla gjósi á árinu og nú ætla ég að færa mig nær ferðamannatímanum og ég spái af miklu öryggi gosi í Heklu mánudaginn 12. apríl, síðdegis.

Það er vætusamt fyrir austan á ritunartíma.

*Tilbúið nafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband