Föstudagur, 12. janúar 2007
Holdafar fólks (ekki nauta)
*geisp*, ég veit, mér finnst það líka yfirgengilega óspennandi umfjöllunarefni. Ég meina, fólk þyngist og léttist, borðar betur eða verr, hreyfir sig meira eða minna - og um það er ekkert meira að segja. Ha?
Og allt í einu rann upp fyrir mér það ljós að karlar eru uppteknari af holdafari og útliti, a.m.k. í kringum mig. Ég held að það sé ranghugmynd margra að konur séu niðursokknari í kíló. Hugsa sér ef ímyndarfræðingarnir kæmust að þessu og teygjustöðvarnar færu að auglýsa í Frjálsri verslun ...
Mér líður eins og ég sé á hálum ís hérna ... og ráði ekki ferðinni, hahha.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.