Hálfum mánuði síðar - mynd Gunnars Sigurðssonar leikstjóra

Á morgun fer Maybe I should have í almennar sýningar í Kringlubíói.

Þegar ég hugsa til baka er mér eftirminnilegast hvað ég hló oft, það kom mér dálítið á óvart, og hversu margir fengu utan undir. Tímaspönnin endar ekki 6. október 2008 eða í febrúar 2009 heldur miklu nær okkur í tíma.

Heimsóknin til Transparency International var nokkuð sláandi. TI er fyrirtækið sem mælir spillingu ríkja og notar þá aðferð að spyrja embættismenn (nema það hafi verið stjórnmálamenn) hvort spilling þrífist í viðkomandi landi. Og hver borgar launin í fyrirtækinu? Ætli það séu ekki stofnanirnar sem eru spurðar!

Fer ekki að verða tímabært að horfast í augu við ófreskjuna, gangast við vandanum og leysa hann? Ég held að enginn sé alveg rólegur, ekki stóreigendur, ekki smáeigendur, ekki smáskuldarar og ekki stórskuldarar. Og menn læra norsku eins og - eins og hér verði ekki vært öllu lengur.

Er allt í lagi heima hjá okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband