119.000 manna höfuðborg + sex nágrannasveitarfélög

Ef ég ætti eina ósk fyndist mér freistandi að spandera henni í að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust. Þá væri kannski hægt að skipuleggja heildrænt. Ég tel sjö sveitarfélög, í landfræðilegri röð (eins og hægt er) þessi og íbúafjöldi fyrir aftan:

Seltjarnarnes: 4.393

Reykjavík: 119.021 (273 ferkílómetrar)

Mosfellsbær: 8.463

Kópavogur: 30.395

Garðabær: 10.503

Hafnarfjörður: 26.109

Álftanes: 2.519

Samtals: 201.403

Í Árósum búa 240.000 (91 ferkílómetri) (reyndar segja sumar heimildir að fjöldinn sé kominn yfir 300.000) og í New York 8,3 milljónir (800 ferkílómetrar). Vísindavefur HÍ var beðinn um samanburð á Reykjavík og New York árið 2005 og ég spyr (mig): Hvað hindrar höfuðborgarbúa í að sameinast í stjórnsýslunni? Við losum 200.000 manns. Og ég veit svarið: Sjö smákóngar af báðum kynjum.

Ég veit ekki hvort ég myndi í alvörunni splæsa dýrmætri ósk í eitthvað sem á ekki að þurfa yfirnáttúrulega hjálp í að gera en ég óska þess í alvörunni heitt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinist. Svo mætti t.d. Grafarvogurinn vera með hverfisstjóra, sem og t.d. Hafnarfjarðarumdæmi og Mosfellsbær.

Það eru engin málefnaleg rök gegn þessu.

Það væri auðveldara að skipuleggja íbúðauppbyggingu, heilsugæslu, vatnsból, hesthúsabyggð, almenningssamgöngur, umferðaræðar, atvinnumál - og flugvöllinn burt.

Grrrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, þessi gleypigangur bjargar engu – ekki frekar með sameiningu sveitarfélag heldur en með sameiningu Evrópuríkja eða þeirri sameiningu fyrirtækja í stóra fákeppnisrisa, sem juku bara hroka stjórnendanna og drógu svo allt niður með sér í fallinu! Það er flótti frá verkefnum hvers staðar fyrir sig að sameina sveitarfélög, – það er mitt álit, takk fyrir mig.

Jón Valur Jensson, 7.2.2010 kl. 21:44

2 identicon

Ég er svo sammála þér,.. notaðu bara óskina í þetta,... sjáumst fljótlega í húllumhæinu :)

Margrét E (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:15

3 identicon

Ég reikna með að þú vitir að í þessum 273 ferkílómetrum Reykjavíkur er Kjalarnesið talið með, eins og gefur að skilja.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:55

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hefði Álftaneshverfi fengið að láta byggja glæsisundlaug? Kannski. En þá hefði kannski verið unnin þarfagreining og hún kynnt annars staðar í borginni. En kannski ekki.

Já, Kjalarneshreppur er á Hagstofuvefnum með 0 íbúa, væntanlega vegna þess að þeir íbúar teljast með (öðrum) Reykvíkingum. Sniðugt að hafa Mosfellsbæ á milli ...

Ég væri reyndar til í að Mosó og Hafnó fengju að fríspila þannig að við værum með þrjú sveitarfélög. Ég veit um fólk sem kemur utan af landi og kemst ekki nær okkur þéttbýlingunum en svo, vill hafa nærsamfélagið nær sér. Það væri ágætisdíll, held ég.

Eina ósk, ef ... [sungið].

Berglind Steinsdóttir, 8.2.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband