Kemur niðurskurður RÚV niður á ruv.is?

Í síðustu viku reyndi ég þrjú kvöld í röð að skoða dagskrá laugardags á ruv.is (nei, nei, ég er alls ekki fíkin í sjónvarp, vildi bara vita hvort ég myndi sleppa við að horfa á söngvakeppnina ...) og alltaf kom einhver villa. Svo sá ég á fjórða degi tilkynningu um að vefurinn væri í ólagi og unnið væri að ... lagi (eða hvernig sem það var orðað). Samtímis þessum tilraunum reyndi ég líka að lesa fréttir á ruv.is. Það gekk ekki þá og það gengur ekki núna.

Er skorið meira niður þarna en annars staðar? Á maður kannski aftur bara að hlusta á fyrirframgefnum tíma, kl. 7, 12:20 og 18?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er nú alltaf notalegt að kúra í rúminu og hlusta á morgunfréttirnar, tyggja hádegismatinn yfir hádegisfréttunum og útbúa kvöldmatinn með kvöldfréttunum. Mæli eindregið með útvarpinu bara...

Ásgerður (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, býrðu á Uppsölum?

Berglind Steinsdóttir, 9.2.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband