Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Safnakvöld vaðandi í menningu - valkvíði
Vetrarhátíð er með hóflegra sniði í ár en stundum áður. Kannski er ég þess vegna staðráðin í að láta mér ekki þennan góða feng allan úr greipum ganga. Ég man eftir að mér hafi fundist hátíðin yfirþyrmandi stór. Fullkomnunarárátta kannski, hahha, að vilja upplifa allt ...??
Hún byrjar með Kærleikum við Austurvöll á föstudag kl. 18. Svo er þetta meðal þess sem höfðar til mín:
20:30 21:15
Leiðsögn um sögu og byggingarlist Kjarvalsstaða
Leiðsögn um sögu og byggingarlist Kjarvalsstaða með Guju Dögg Hauksdóttur, deildarstjóra byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur.
---
Listasafn Einars Jónssonar
20:00 & 22:00
Leiðsögn
Leiðsögn um safnið.
---
22:15 - 24:00
Vasaljósaganga Göngum saman
Styrktarfélagið Göngum saman leiðir göngu frá Þjóðminjasafni að Vesturbæjarlaug sem verður af því tilefni opin til miðnættis. Eftir sundið er gestum boðið upp á heitt súkkulaði. Þátttakendur geta keypt skemmtileg vasaljós áður en lagt er andvirði þeirra rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
---
Norræna húsið
19:00 24:00
Sýningin 52 húfur
Edda Lilja Guðmundsdóttir setti sér það markmið að hekla prjóna eina húfu á viku allt árið 2009. Skilyrði var að engar tvær húfur væru eins og að þær væru allar gerðar úr garni sem hún átti þegar til í fórum sínum.
---
Lyfjafræðisafnið
19:00 - 24:00
Lyfjafræðisafnið leiðsögn
Lyfjafræðingar verða með leiðsögn, en auk þess verður sýnt myndband kl. 20 og 22 um gamla framleiðsluhætti í apótekum. Sýning.
---
21:00 21:30Fyrsti íslenski raðmorðinginn?
Ólafur Ásgeirsson fjallar um hinn þekkta morðingja og samtíð hans. Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands, Laugarvegi 162. Gengið inn frá Laugavegi.
---
20:45 21:15Hofsstaðir - leiðsögn um minjagarðinn
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur verður með leiðsögn um minjagarðinn að Hofsstöðum. (Fyrr um kvöldið verður fyrirlestur um landnámsmenn í Garðabæ á Bókasafni Garðabæjar). Reisulegur skáli stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld fram á 12. öld. Minjagarðurinn gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Við minjarnar er hægt að skoða fróðlegt og skemmtilegt margmiðlunarefni sem sýnir líf og störf fyrstu íbúa Hofsstaða.
Hofsstaðir, Garðatorgi
---
Byggðasafn Hafnarfjarðar
20:00 - 20:30
Fornleifar í landi Óttarsstaða
Katrín Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur, heldur fyrirlestur um fornleifar í landi Óttarsstaða sunnan Hafnarfjarðar.
---
19:30 - 20:30
Styttuganga um miðbæinn
Gengið verður um miðbæ Hafnarfjarðar og útilistaverkin á svæðinu skoðuð með leiðsögn. Safnast saman við Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1.
---
22:00 & 23:00
Rökkurleiðsögn um Árbæjarsafn. Gengið um safnsvæðið með fjósalukt.
Árbæjarsafn, Kistuhyl.
---
21:00 - 21:40
KK í stofunni á Gljúfrasteini
KK leikur á gítar og syngur eigin lög í stofunni á Gljúfrasteini. Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK hóf atvinnumennsku í tónlist árið 1985 þegar hann lagðist í götuspilamennsku víðsvegar um Evrópu eftir að hafa stundað 4 ára nám við Tónlistarháskólann í Malmö. Árið 1990 kom hann heim til Íslands og hefur síðan starfað við tónlist, hljóðritun á eigin lagasmíðum og annarra, leikhús, kvikmyndir og nú síðast sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.
---
Úff, ég sé að ég þarf samt að velja grimmt. Og verð ekki ein um valið, mig grunar að ég mæti á alla tónleikana sem ég hef ekki hakað við.
Og allt á strætó.
Athugasemdir
Noh! Ég sé að það er dagskrá hjá ykkur til 24:00 eða jafnvel lengur. Þið eruð ekkert á leiðinni til mín!
Ásgerður (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:31
Eigi treysti ég mér til að spá fyrir um framtíðina. Eigi er ég svo skyggn að ég viti hvað stendur til eftir rúma tvo sólarhringa.
Berglind Steinsdóttir, 10.2.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.