Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
30.000 evrur
Ég er með 30.000 evrur á mánuði. Síðast þegar ég reiknaði voru það rúmlega 2 milljónir íslenskra króna. En gengið breytist mjög hratt.
Eitthvað á þessa leið sagði Finnbogi A. Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group Plc., í Kastljósinu áðan.
Seðlabankagengi evru er í dag 176 krónur þannig að mánaðarlaun forstjórans eru tæplega 5,3 milljónir íslenskra króna eins og Kastljósið benti á. Forstjórinn miðar útreikninga sína við það þegar evran samsvaraði um 70 íslenskum krónum. Og hvenær var það? Ekki 10. febrúar 2009 (146), ekki 10. febrúar 2008 (96), ekki 10. febrúar 2007 (88), ekki 10. febrúar 2006 (76) en kannski um það leyti.
Gott að hafa forstjóra sem er svona kvikur og lagar sig að umhverfinu. Og frábært að hafa forstjóra í fyrirtæki sem er bæði næmur á tölur og fyrirsjáanleg viðbrögð fólks. Allir sem horfðu á viðtalið hljóta að dásama hin óvefengjanlegu gæði forstjórans.
Athugasemdir
Yndislegt! Og það frábæra er að flestir forstjórar stórra (jafnvel sumra lítilla) fyrirtækja þessa lands, núverandi og fyrrverandi, eru svona eindæma kvikir og góðir að reikna. Er ekki dásamlegt að búa á Íslandi?
Ásgerður (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:33
Jú, okkur er borgið.
Berglind Steinsdóttir, 10.2.2010 kl. 21:21
Ég segi pass...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.