Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Almannaaðgengi að perlum landsins?
Mikið er ég sammála kollega mínum Friðriki Brekkan leiðsögumanni sem segir í Sunnudagsmogga frá ferð sinni með sjö manns í hjólastól. Viðtalið prýða margar myndir sem sýna skýrt fram á óaðgengileika fólks í hjólastól að Gullfossi, Dettifossi, Jökulsárlóni (eða var það bara svona myndrænt í texta?). Víða er möl þar sem hellur færu betur og eru kannski ekki einu sinni langt undan. Hótel sem hreykja sér af góðu aðgengi innanhúss eru kannski stútfull af möl utandyra. Og hvernig er að ýta hjólastól í gljúpum sandi?
Ef við þykjumst ætla að fjölga ferðamönnum um einhver býsn á næstu árum verðum við að gera einmitt það sem Friðrik stingur upp, hætta að tala og láta heldur hendur standa fram úr ermum. Hóllinn er ekki svo ógnarstór, það þarf bara að leggja á brattann. Eins gott bara að vera rétt búinn til fótanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.