Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Hver ,,fékk" auglýsingarnar?
Umræðan um auglýsingamagn í hinum ýmsu fjölmiðlum er mér óskiljanleg. Ég skil reyndar orðið að viðskiptalífið á Íslandi er ekki heilbrigt og stjórnast hvorki af heiðarlegri samkeppni né vilja til að vanda sig og ná meiri viðskiptum út á verðleika sína. Auðvitað eru margir heiðarlegir umsvifamenn en hinir óheiðarlegu sem eru of margir og alltof óheiðarlegir eru svo miklu meira áberandi. Hér er kannski við hæfi að nefna Melabúðina og Reykjavíkurapótek sem ég hef talsvert dálæti á.
Ef mæling sýnir hins vegar fram á það að lestur á einu blaði er útbreiddari en lestur á öðru blaði og markhópur auglýsandans næst í gegnum fyrra blaðið er mjög eðlilegt að auglýsendur noti það. Hvernig er þá hægt að tala um að Fréttablaðið hafi fengið auglýsingar frá Baugi? Er það kannski vegna þess að Baugur er ekki í heiðarlegum viðskiptum frekar en Arion, frekar en FL, frekar en Útilíf, frekar en Vodafone, frekar en Samherji, frekar en Lyf og heilsa, frekar en Sjóvá o.s.frv.?
Eiga allar stóru búðirnar monninga í ólöglegum handraða og þurfa þær ekki að auglýsa til þess að fólk viti hvar varan fæst og á hvaða verði? Er þetta bara montkeppni hananna?
Er ekki í öllu falli orðið tímabært að slíta á milli keðja sem eiga bæði búðir og fjölmiðla? Ég panta hér með gagnsæi, heiðarleika og sanngirni í hvívetna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.