Viðbragðsstaða - biðtími - leiði - uppgjöf

Þetta truflar mig í frétt Eyjunnar:

... íslenska samninganefndin í Icesave málinu er nú í viðbragðsstöðu í Bretlandi ef til nýrra viðræðna kemur. Óformleg samskipti hafa átt sér stað en ekki hefur boðað til formlegs samningafundar í dag.

Íslenska samninganefndin fór aftur til Bretlands í gærmorgun eftir að Bretar sendu þau skilaboð að þeir væru reiðubúnir að ræða tilboð Íslendinga í Icesave málinu.

Auðvitað er fórnarkostnaður í þessu flakki og tímadrápi og það er nógu slæmt en væri ekki eðlilegra að koma sér saman um fundartíma - og velja svo hlutlausan fundarstað? Helst Þórshöfn í Færeyjum eða Svalbarða en annars kannski Gautaborg þar sem hvorugur aðili er á heimaslóðum?

Viðsemjendur okkar virðast hafa forskot þegar þeir ráða stað og tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta háttalag Breta fer að minna á háttalag forfeðra þeirra í Egils sögu gagnvart Skotum þegar þeir töldu þeim trú um að þeir vildu semja en í raun voru þeir bara að tefja tímann þannig að herlið þeirra tækist að ná til Vínheiðar áður en blásið var til orrustu. Þeim tókst að blekkja Skotana og þess vegna náði allt lið Bretanna í tæka tíð sem tryggði þeim svo sigur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.2.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já en, já en, já en tíminn vinnur með Íslendingum. Er það ekki? Er ekki verið að tala um að Bretar (og Hollendingar) séu hræddir við þjóðaratkvæðagreiðsluna? Eru það sjónhverfingar?

Ég skil alls ekki af hverju við sættum okkur við þetta hringl, að endasendast landa á milli til þess að mæta e.t.v. á fund. Arg. Og svo er hann ekki boðaður. Eða kannski.

Berglind Steinsdóttir, 28.2.2010 kl. 21:16

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vísunin í Egils sögu hefur greinilega verið skot yfir markið. Ætla þess vegna að sleppa því að útskýra hana nokkuð frekar og undirstrika það að ég skil ekki heldur að íslenska samninganefndin skuli láta hafa sig að slíkum ginningarfíflum því eins og þú segir þá eru Bretar og Hollendingar ábyggilega hræddir við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þú sérð væntanlega enn betur hvað mér finnst um þetta allt saman ef þú lítur á síðustu bloggfærsuna mína og þá sem heitir „Með risahnút í maganum“.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.3.2010 kl. 01:31

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, ég þarf að gráta mig snöggvast í svefn. Svo ætla ég að lesa Egils sögu með vorinu þegar ég ranka við mér. Er reyndar hvergi nærri eins sannfærð um neitt og þú ert, Rakel. Ætla líka að leita sannfæringar með vorinu.

Berglind Steinsdóttir, 1.3.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég gef þér kannski vasaklút í sumargjöf en vona að tárin þín hafi þornað fyrir þann tíma!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.3.2010 kl. 20:47

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það má alltaf snýta ... (sagði hún með kvefið bunandi úr eyrunum).

Berglind Steinsdóttir, 1.3.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband