Er sjósund málið?

Ef maður þarf að ögra sér held ég að rúntur út í Nauthólsvík gæti verið skynsamlegur. Bað í köldum sjó kvað víkka út æðar (hmm) og vera meinhollt, hreinlega á við íþrótt þótt sundtökin séu fá.

Kannski fullkalt samt í mars, ha?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit nú ekki hvað þetta er hollt en þetta er kikk.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Kikk er hollt, a.m.k. fyrir andann ...

Berglind Steinsdóttir, 3.3.2010 kl. 17:37

3 identicon

Já, þetta er kikk og alls ekki eins erfitt og ég hafði gert mér í hugarlund (var markeruð af veru minni í sjónum á Flateyri þar sem ég var neydd til að æfa veltur á kajaknum!). Vertu bara í vaðskóm og með húfu. Um daginn þegar ég var í Nauthólsvíkinni var sjórinn -0,6°C ... Hvað segir þú um það? Ég held reyndar að þú fílir þetta.

Ásgerður (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:31

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vaðskóm? Að synda? Og húfu?? Ég er aldrei með húfu, ég á lambhúshettu fyrir öfgatilfelli með túristum. Púff. Samkvæmt leiðbeiningunum á maður að fara með vönum garpi og jaríjarí, þetta er vonlaust keis.

Ætluðuð þið kannski að segja klikk?

Berglind Steinsdóttir, 4.3.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband