Miðvikudagur, 10. mars 2010
Hver eru laun flugumferðarstjóra?
Það er voða auðvelt að hrópa á torgum en vantar ekki fleiri upplýsingar inn í umræðuna um kjaramál, uppsagnir og verkföll flugumferðarstjóra? Hjá Flugstoðum fann ég ýmislegt gott um flugumferðarstjórn en auðvitað ekkert um laun.
Á að setja lög og banna þeim tímabundið að fara í verkfall eins og ég heyri fólk tala um?
Athugasemdir
Með mikilli yfirvinnu, bílapeningum og alls kyns sporslum eru þeir með um milljón á mánuði, samkvæmt heimildum sem ég treysti. Þeir yngstu í starfi eitthvað minna auðvitað. Þetta eru hátekjumenn á íslenskum launamarkaði, en benda sjálfir á að ríkið okkar greiðir aðeins hluta launanna. Restin komi erlendis frá. Ekkert veit ég um það.
Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 21:40
Ahh, og þá kemur spurningin: Hverjar eru kröfurnar? Í kvöldfréttunum sagði einn flugfarþegi réttilega að hún vissi ekki staðreyndirnar í málinu. Hins vegar hefur umræðan oft verið á þann veg að flugumferðarstjórar séu hálaunamenn og eigi að hafa sig hæga í kröfugerðunum.
Á Bylgjunni var nýlega spiluð upptaka frá útlöndum þar sem flugumferðarstjóri lét son sinn (á að giska sex ára) hlaupa í skarðið, auðvitað allt í gríni. Held endilega að það hafi ekki mælst vel fyrir.
Hvað sem öðru líður falla kröfurnar kannski eðlilega ekki í kramið á þessum síðustu og verstu. En fréttamenn mættu alveg upplýsa mig ögn betur.
Berglind Steinsdóttir, 10.3.2010 kl. 22:14
Ég er gamall blaðaútgefandi og fréttamaður. Dugar það þér ekki? Þetta eru hálaunamenn að krefjast hærri launa. Þeir eru flestir með hærri laun en forsætisráðherra þjóðarinnar.
Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 22:27
Jú, jú, Björn minn, ég er sátt við svarið.
Berglind Steinsdóttir, 10.3.2010 kl. 22:32
Takk fyrir það og eigðu góða nótt!
Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 23:12
Jájá bara að hafa þetta eins vitlaust og hægt er
spritti (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:31
Reyndar hefur flugumferðarstjóri tjáð sig ágætlega um þeirra málefni á blogginu mínu. Hann hrekur margt sem haldið hefur verið fram og segir milljónina vera fjarri lagi. Komdu í heimsókn og renndu yfir þetta!
Björn Birgisson, 13.3.2010 kl. 15:12
Það sem ég held að málið snúist um fyrir hinn almenna borgara að þegar aðrir hanga á horreiminni (jafnvel meirihluti þjóðarinnar?) sé ekki eðlilegt að hálaunamenn séu að krefjast enn hærri launa burt séð frá því hversu vel þeir séu að laununum komnir. Ég efast ekki um að flugumferðastjórar vinni mjög fyrir öllum sínum launum og vaktirnar séu erfiðar en það sama má segja um aðrar stéttir eins og slökkviliðsmenn og lögreglumenn en þeir eru síður en svo með góð laun. Kannski er það þess vegna sem fáir hafa samúð með flugumferðastjórum.
Ásgerður (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:11
Björn, ég er samt ekki sammála Gúliver um að brúttólaun séu ekki samanburðarhæf. Ég veit auðvitað ekki um aðferðafræði hans en ég veit alveg um menn sem halda að nettólaun séu sambærileg þótt t.d. meðlag hafi verið dregið frá hjá sumum og öðrum ekki. Svo geta menn borgað skatt eftir á af verktakalaunum og þá erum við virkilega ekki að bera saman sömu hlutina.
Ég veit um fólk sem gnístir tönnum yfir verkfallsboðuninni en var samt slegið yfir lagahótuninni í síðustu viku. Það er víst ekki ólöglegt að lesa umhverfið öðruvísi en maður sjálfur.
Og loks vil ég bæta við stéttaupptalningu Ásgerðar, rútubílstjórar hafa nefnilega í einhverjum tilvikum goldið fyrir að vera á illa útbúnum bíl frá fyrirtækinu. Það er lífshættulegt að keyra á vegum, ekki bara í loftinu og stjórna þeirri umferð.
Horreim? Ég hef alltaf skilið það sem horrim. Við þurfum að ræða þessar sultarólar við tækifæri.
Berglind Steinsdóttir, 15.3.2010 kl. 20:24
Gott hjá þér að líta inn. Hvernig var kaffið?
Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 20:45
Hahha. Svart að vanda!
Berglind Steinsdóttir, 15.3.2010 kl. 21:19
Bon Apetit!
Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.