Hvað er munaður?

Hmmmm, það er að hafa tíma fyrir sjálfan sig, fá að læra það sem hugurinn stendur til, vinna vinnu við hæfi, umgangast skemmtilegt og/eða forvitnilegt fólk, vera í hita - og ýmislegt fleira sem ég hirði ekki um að tíunda.

Eða jú, það er munaður að fá að blogga og hlusta á meðan á MH og Borgarholtsskóla keppa á Rás 2. Verst að bæði liðin komast ekki áfram. Annars er ég laumuaðdáandi Borgarholtsskóla af því að hann er svo mikill spútnik til nokkurra ára.

Hmmm, hvað er þá andstæðan við munað? Um það bil fátækt á alla kanta. Myndi ég segja.

Nema mitt munaðarleysi er helv. kuldinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband