Að koma fyrir kattarnef

Ég veit að ég er óttalegt kvikindi. Þess vegna hló ég upphátt þegar fréttamaðurinn sagði áðan að hér [á skjánum] mætti sjá X koma líkinu fyrir kattarnef [í sjónvarpsþætti].

Hann drap sem sagt líkið. Og það er ekkert gamanmál. En þetta var bara þáttur.

Auðvitað getur líka verið að málkennd mín sé broguð en ekki fréttamannsins. Skv. Snöru þýðir það að koma e-u fyrir kattarnef líka að útrýma e-u, ónýta e-ð.

Ég er samt frekar kokhraust í gagnrýni minni. Og ætla að hlæja að þessu annað slagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband