Detti mér allar dauðar lýs ...

Þá er varla neitt annað eftir en að innrétta nokkra gáma til viðbótar og svo muna eftir að skrá starfskraftinn. Gissur Pétursson hjá Vinnumálastofnun hafði í haust einhver orð um að þar væri pottur brotinn, á að giska 2.400 manns án skráningar og án trygginga.

Það er reyndar frekar rökrétt að ungt og ævintýragjarnt fólk hleypi heimdraganum og veðji á Ísland.

Annars er ég bara hissust á að minn elskulegi bróðir hafi ekki sent mér fréttina í frímerktu umslagi. Við leggjum metnað okkar í að vera ósammála varðandi móttökuskilyrði útlendinga á þeirri herrans 21. öld.

Getur verið að munaður einhverra felist í að vinna bara frá átta til miðnættis ...?

Es. Æ, ég gleymdi að rifja upp að einhvern tímann í desember var á mbl.is frétt um að skatttekjur ríkissjóðs af útlendingum hefðu losað 6 milljarða og sú frétt fékk einhvern veginn enga umræðu. Og nú finn ég hana ekki.


mbl.is Útlent vinnuafl hefur haldið aftur af þenslu og verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband