Vel tímasett ráp á Þórólfsfell

Í dag eru 12 dagar síðan sprungan opnaðist á Fimmvörðuhálsi. Í gær fórum við frá Reykjavík kl. 18 til að rölta upp á Þórólfsfell vestan Markarfljóts til að sjá logana í fjarska í ljósaskiptunum. Strax á Hellisheiði undruðum við okkur á tveimur strókum sem mér skilst núna að hafi verið vegna þess að önnur sprunga hafði opnast.

Um hálfníu lögðum við í gönguna, slatta á jafnsléttu og svo aðeins á fótinn. Í miðjum hlíðum kom upphringing og við fréttum af frekari eldsumbrotum og þar með að rýming væri að hefjast í Þórsmörk og af hálsinum.

Ég er svo jarðbundin (og skynsöm) að ég var fyrst og fremst ánægð með að vera ekki byrði á björgunarsveitarmönnum. Við vorum aldrei í hættu, upplifunin var alvöru, félagsskapurinn var góður og við náðum að skála í kakói í skjóli.

Og ég hefði ekki skellt mér í útsýnisflug með E.C.A. þótt ekki hefði verið fyrsti dagur fjórða mánaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð einmitt hugsað til þin og ákvað að fá fréttir í gegnum bloggið.  Gott að þú komst vel heim og kát með túrinn.  Gleðilega páska.  Við erum komin í veiðihúsið og ætlum að hafa það notalegt.

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 18:43

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir það, Marín. Okkur leið hvorki eins og við værum í hættu né vorum við í hættu en sáum bílastrauminn úr Þórsmörk og frá Einhyrningsflötum. Ég var líka í sérlega vönduðum og gengnum félagsskap, flestir með höfuðljós og stafi. GPS var líka í för - og svo var sjálft gosið handan fljótsins og fjallsins.

Vona að páskarnir verði ánægjulegir fyrir norðan. Bið að heilsa í dalinn.

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2010 kl. 22:33

3 identicon

Sem minnir mig á aað brátt er kominn tími til að við reynum aftur við Esjuna, sleppum kannski ausandi rigningunni í þetta skiptið :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Góð hugmynd, grefilli góð hugmynd. Spáin er góð fram til 5. júní.

Berglind Steinsdóttir, 7.4.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband