Sunnudagur, 11. apríl 2010
Gott að ná að klára þessa bók áður en 2.000 blaðsíðna bókin kemur út á morgun
Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna stóðu nær undantekningarlaust með kvótahöfunum. Þeir vissu sem var, að snerust þeir gegn þeim, væri stjórnmálaferli þeirra lokið. Það er gömul saga og ný, að atvinnurekendur á landsbyggðinni hafa mikil áhrif á skoðanamyndun í sínu nánasta umhverfi. (bls. 206)
Við höfundur eigum ekki samleið í kommunum, fjöldi þeirra í bókinni gengur eiginlega fram af mér. Þegar höfundur vitnar í texta annarra bætir hann í en ég leyfi honum að hafa sinn texta óbreyttan.
Dulkóðun? Nei.
Hins vegar væri ég til viðræðu um upptöku zetunnar á nýjan leik. Ég held að hún myndi gleðja marga.
Athugasemdir
Kommunum, hahaha, ég las þetta sem Komúnistunum og skildi ekkert af hverju þér fannst þeim ofaukið.
Malla
Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 21:14
Mér finnst Styrmir eiginlega gagnrýna frá vinstri ...
Berglind Steinsdóttir, 12.4.2010 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.