,,Svo fólkið í landinu geti talað saman"

Glöð skal ég kokgleypa alla tortryggni mína þegar tækifærið býðst en þegar Alterna sækist eftir markaðshlutdeild í símanotkun Íslendinga með orðalaginu að ,,fólkið í landinu" eigi að geta talað saman finnst mér talað niður til mín.

Viðhorf mitt felur náttúrlega í sér fordóma, glámskyggni og hugsanlega útlendingaótta en hvað veit ég um heilindi IMC WorldCells, Róberts Bragasonar og Þorsteins Baldurs Friðrikssonar? Svar: Ekkert. Heilindi þeirra geta verið ómæld en ég er engu að síður tortryggin.

Skömmu eftir bankahrunið 2008 flaug ég eitthvað ein míns liðs. Í flugstöðinni á leið heim rétti maður mér nafnspjald og vildi augljóslega nota tækifærið til að kynna mér einhverja vöru sem hann ætlaði að reyna að selja á Íslandi, kannski hollustuvöru, ég man það ekki. Ég fékk þá háværu tilfinningu að maðurinn væri hrægammur og ég illa lyktandi nár. Og nú líður mér aftur svona eða kannski eins og viðfangi sem hefur verið þrætt upp á lyklakippuhring með hinu ,,fólkinu í landinu".

Ekki eru allir útlendingar eða allt sem kemur frá útlöndum sjálfkrafa velmeinandi og mér að skapi.

En kannski vakir ekkert annað fyrir Alternu en að bjóða upp á eðlilega samkeppni og vonandi hef ég svo kolrangt fyrir mér að það drynur í Þingholtunum þegar hið sanna kemur á daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband