Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Af hverju ævisögur skálda?
Eftir að hafa séð The Habit of Art í kvöld sem fjallar um Wystan Hugh Auden (1907-1973), breskt skáld og þýðanda sem m.a. lagði leið sína til Íslands, spyr ég mig hvers vegna skrifaðar eru ævisögur um fólk sem hægt er að kynnast í gegnum verk þess.
Ég vissi bara í kvöld að ég var að fara að sjá leikrit á bíóskjá og þekki ekkert til Audens en ef hann var svona mikilvirkur þýðandi og vinsælt skáld ætti kannski að láta sitja við að lesa verkin og sleppa því að draga upp mynd af honum akfeitum í mölétinni gollu sem allir hafa snúið við baki.
Þetta var samt ævintýraleg sýning send úr National Theatre í London.
W.H. Auden til hægri, árið er 1939.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.