Atvinnuleysi er ekki sama og iðjuleysi

Við höfum alltaf hreykt okkur af atvinnuástandinu á Íslandi (sjálf sek þegar ég hef sagt við ferðamenn að hér hafi gjarnan verið neikvætt atvinnuleysi, skortur á fólki). Nú eru margir atvinnulausir sem hafa engan áhuga á að vera án atvinnu en ef hugarfarið væri að í atvinnuleysinu fælust tækifæri myndu ábyggilega fleiri sjá þau í stað vonleysis.

Eins hefur lenskan verið að eiga sitt eigið húsnæði. Alveg væri ég til í að vera í leiguhúsnæði en finn að ég er enn undir þeirri átt að maður eigi að eiga sitt eigið húsnæði. Og á vorum dögum er náttúrlega svo þversagnakennt að tala um að eiga húsnæði sitt þegar stórir hópar skulda mun meira en fæst fyrir eignina á markaði.

Daginn sem rannsóknarskýrslan var kynnt, 12. apríl, stóð Seðlabankinn fyrir málstofu um skuldastöðu heimila á Íslandi. Samkvæmt glærunum eru margir í vanda og nú þætti mér gaman að vita hvenær fjölmiðlarnir ætla að taka við sér og fjalla um þær upplýsingar sem Seðlabankinn sannanlega sendir frá sér.

Fólk vill ekki vera eigna- og atvinnulaust en þegar botninn er fundinn er hægt að spyrna frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.

Það er yndislegt að vera atvinnulaus. Þá fyrst kemur maður einhverju í verk.

Og fasteignamarkaðurinn er ekki "frosinn".
Hann er dáinn að eilífu.
Amen.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sigga mín, þegar ég var í þessum hugleiðingum í gær mundi ég eftir ítarlegri færslu frá þér um dásemdir atvinnuleysisins ef menn kunna að nota það. Ég tek bara aftur undir með þér. Almennilegar breytingar verða aldrei ef allir eru alla daga upp fyrir haus uppteknir af daglaunavinnu. Mér var boðið dálítið spennandi í síðustu viku en smáborgarinn í mér afþakkaði það, ég er svo algjörlega óatvinnulaus (og uni mér reyndar ferlega vel í vinnunni).

Berglind Steinsdóttir, 26.4.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband