Mánudagur, 26. apríl 2010
Bálið brennur
Aftur er kviknað í jöklinum sem ég held að viti á gott. Þá rennur frekar hraun en að askan þyrlist um og leiti sér að þotuhreyflum. Undanfarna daga hef ég komist að raun um að ég þekki býsna marga á faraldsfæti - eða sem ætluðu að vera á faraldsfæti. Ef ég væri guðhrædd myndi ég nú í fúlustu einlægni (og guðhræðslu) biðja voða fallega um betri tíð með blóm í haga. Ég hef áhyggjur af ferðaþjónustunni, og ekki bara á Íslandi, gisti- og afþreyingarfyrirtæki um alla Evrópu eru í uppnámi.
Alveg eins og mér blöskraði þegar fiskihagfræðingur lagði til árið 2007 að þorskveiðar yrðu lagðar á hilluna í þrjú ár af því að atvinnulífið stæði svo vel. Gva? Maður slær ekki atvinnulífinu á frest og biður starfsfólk greinanna að hvíla á hillunni í þrjú ár, ekki einu sinni eitt, og taka svo til óspilltra málanna.
Og af því að ég er orðin alveg úthverf í tilfinningunum verð ég að bæta því við að ég dáðist að skóflurunum undir Eyjafjöllum sem ég sá í fréttunum í gær. Hraustmenni, innan dyra og utan. Þegar svona gerist erum við ein þjóð í einu landi, stétt með stétt ...
Athugasemdir
Steingrímur ræður sér vart fyrir kæti. Segist nú aldeilis vita betur - það eigi að vera með blóma í haga enda vildu fáir bændur í þá gömlu góðu og þegar hann var ungur hafa túnin full af blómum. Hvað segja íslenskubændur þá?
Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:59
o nei hann tekur ekki Laxnessönsum hvað þetta varðar.... lánga sæta sumardaga..
Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:01
Hann er að rugla saman við blómuna í eggjum, öllum heimildum ber saman um blóm í haga. Hvað er blómi í haga? Hann getur kæst á annarra manna kostnað ... stutta sumardaga ef því er að skipta ...
Berglind Steinsdóttir, 27.4.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.