Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Blómlegir akrar Víkur og nærsveita
Sjálfsagt eru allir löngu búnir að hugsa þetta og finnst þeir ekki þurfa að tjá sig opinberlega eins og ég en áður en við numum land á Thule/Garðarshólma/eyjunni bláu var hér eldvirkni. Samt voru blómlegir hagar víða um Suðurland sem, öhm, aska og annað eldfjallagull hafði dreifst yfir öldum saman.
Og ég er einmitt nýbúin að heyra talað um næringargildi öskunnar þannig að - bingó! - land mun rísa á ný. Um síðustu helgi fóru síðan 100 starfsamir einstaklingar og mokuðu og báru og ruddu og urðu að gagni - þannig að það er von.
Líklega eru þá tækifæri í hörmungunum.
Nema náttúrlega nú vantar ferðamennina til að njóta alls þessa með okkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.